14.06.1918
Neðri deild: 49. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1101 í B-deild Alþingistíðinda. (1156)

78. mál, hækkun á styrk til skálda og listamanna

Matthías Ólafsson:

Að eins örstutt athugasemd út af orðum háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) um rjett eða rjettleysi fjárveitinganefndar til að ákveða mönnum skáldastyrk, og þó einkanlega um það, er hann sagði síðast um það, sem nefndin nú vildi gera. Það er rjett, að fjárveitinganefnd vill ekki fara fram á, að þessi tvö skáld verði gerð jafnhá því skáldi, er hæst hlaut launin í fyrra, en nefndin vill aftur á móti fara fram á, að þeir sjeu látnir sæta þeirri meðferð, sem fjárveitinganefndin vildi í fyrra. Þetta er því annaðhvort misskilningur eða útúrsnúningur hjá háttv. þm. (G. Sv.).