06.07.1918
Sameinað þing: 6. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (1165)

78. mál, hækkun á styrk til skálda og listamanna

Bjarni Jónsson:

Nd. og fjárveitinganefnd hennar, að einum manni undanteknum, vildi beinlínis ákveða hvorum þessara manna 400 kr. Og þótt vjer látum nú afskiftalaust, hvernig breytt hefir verið þessari till. í háttv. Ed., þá er það einungis að því tilskildu, að fjenu sje svo varið, sem samþykt var hjer í Nd., að þessir tveir menn fái það, sem áskilið var, sinn helminginn hvor.