07.06.1918
Neðri deild: 41. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í B-deild Alþingistíðinda. (1175)

90. mál, Fiskifélag Íslands

Forsætisráðherra (J. M.):

Hv. flm. (M. Ó.) óskar málinu vísað til hv. fjáveitinganefndar. Jeg held, að það sje rjett, því að hjer er naumast um það að ræða, að gefa eftir lán, heldur um hitt, að greiða fje úr landssjóði, því að jeg held, að landverslunarstjórunum sje ekki vel við það, að tekið sje úr versluninni fje á þennan hátt. En ráðið er að fá peningana úr landssjóði og borga versluninni. Landssjóði má standa á sama, en jeg veit, að í samskonar tilfellum hafa forstjórarnir heldur kosið þessa aðferð. Jeg held því, að rjett sje, að málið sje athugað í fjárveitinganefnd, sem sjálfsagt mundi taka því vel, enda sje jeg ekki annað en að þingið eigi að verða við þessari málaleitun, eins og nú er komið.