20.06.1918
Neðri deild: 52. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1150 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

100. mál, lán handa klæðaverksmiðjunni á Álafossi

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Jeg skal að eins leyfa mjer að taka það fram, að eftir því, sem fram kom hjá háttv. 1. þm. Skagf. (M. G.) og háttv. 1. þm. G.-K. (B. K.), býst jeg við, að nefndin taki þetta til athugunar milli umr. En jeg sje ekki, að það sje í sjálfu sjer svo nauðsynlegt að breyta till.; jeg býst ekki við, að nefndin hugsi sjer að draga neitt úr ábyrgð þeirri, er stjórnin hefir, þótt þessi bending væri gefin um ábyrgðina. En ef nefndinni sýnist að orða till. á einhvern annan hátt, þá er sjálfsagt, að hún tekur málið til athugunar.