12.07.1918
Efri deild: 64. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1201 í B-deild Alþingistíðinda. (1293)

106. mál, bráðabirgðalaunaviðbót handa starfsmönnum landssímans

Frsm. (Eggert Pálsson):

Öllum háttv. þingdm. mun það kunnugt, að símagjöld hafa verið hækkuð með það fyrir augum, að kjör símastarfsmanna verði bætt. Það er því þegar búið að viðurkenna í verki, að full ástæða er til að bæta kjör þessa fólks, svo að hægt sje að halda því. Það liggur í augum uppi, að þessari stofnun er nauðsynlegra en flestum öðrum stofnunum að hafa vönu fólki á að skipa. Því munu og allir sammála um hækkun á kaupi starfsfólksins. Háttv. Nd. hefir samþykt þá þingsályktunartill., sem fyrir liggur, og vænti jeg, að málalokin verði söm í þessari háttv. deild.

Jeg skal að lokum að eins geta þess, að brtt. á þgskj 481, sem komin er frá fjárveitinganefnd, stendur í nánu sambandi við frv., er áðan var samþykt, og raskar í engu vilja háttv. Nd. Jeg vona og tel víst, að háttv. deildarmenn hafi ekkert á móti brtt og greiði henni atkvæði um leið og sjálfri þingsályktuninni.