29.05.1918
Neðri deild: 34. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1273 í B-deild Alþingistíðinda. (1393)

62. mál, styrkur til að kaupa björgunarbát

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Eftir athugasemd háttv. frsm. fjárveitinganefndar (M. P.) verð jeg álita, að ekki þurfi að breyta till. að þessu leyti. Það þefir verið tekið fram í framsögu málsins, að búist sje við, að ekki komi til þess, að veita styrk nema einum báti, að minsta kosti ekki fyr en eftir næsta þing. Enda felst þetta að nokkru leyti í till. sjálfri, þar sem talað er um að veita styrkinn fjelagi, en ekki fjelögum. Annars hefi jeg ekkert á móti tryggingarákvæði í þessa átt. Sjávarútvegsnefndin er einmitt háttv. fjárveitinganefnd sammála um, að eigi beri að veita til fleiri báta að þessu sinni, eins og nál. ber með sjer, og taldi tillöguna nægilega ljósa í þessu efni.

Mjer skilst, að ef ætti að ganga betur frá þessu atriði, þá yrði að taka málið út af dagskrá, og jeg vil beina þeirri spurningu til hæstv. forseta, hvort svo skuli með fara. (M. P.: Það er eftir ein umr. enn). Já, það er rjett. Þessi breyting getur því tálmunarlaust komist að, og jeg get fyrir hönd nefndarinnar lýst yfir því, að þetta verði athugað. Með þeim formála vona jeg, að deildin sjái sjer fært að afgreiða till. til síðari umr.