05.06.1918
Neðri deild: 40. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í B-deild Alþingistíðinda. (1436)

67. mál, þóknun handa Jóhannesi pósti Þórðarsyni

Bjarni Jónsson:

Jeg vil leyfa að gera þá athugasemd, að háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) hefir ekki heimild til þess að brigsla þessum manni um beiningamannahugsunarhátt, þótt hann (Sv. Ó.) sje að fóðra með því, að hann gerir sig að grút í landsins nafni.