10.06.1918
Neðri deild: 42. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (1439)

67. mál, þóknun handa Jóhannesi pósti Þórðarsyni

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Jeg hefi engu við það að bæta, sem fært var máli þessu til stuðnings við fyrri umr. Að eins skal jeg geta þess, út af brtt. nefndarinnar, að rangt er að kalla þennan styrk eftirlaun. Það hefir aldrei verið tilætlunin, enda kemur það greinilega í ljós í ákvæðinu um styrkinn, þar sem hann er að eins veittur í 3 ár. Og þetta gæti aldrei verið fordæmi um eftirlaun pósta, þar sem að eins er að ræða um bráðabirgðaviðurkenning fyrir starf þessa manns.

Jeg vona því, að háttv. deild taki vel í málið og samþykki bæði brtt. nefndarinnar og till. í heild sinni.