21.05.1918
Neðri deild: 27. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í B-deild Alþingistíðinda. (152)

36. mál, stimpilgjald

Framsm. (Magnús Guðmundsson):

Til svars fyrirspurnum háttv. þm. G. K. (B. K.) skal jeg benda honum á, að vörusamningar eru þá fyrst stimpilskyldir samkv. frv., er þeir eru þinglesnir. Með þessu hygg jeg svarað öllum fyrirspurnum hans, einnig um hvort munnlegir samningar sjeu stimpilskyldir, því að munnlegir samningar geta aldrei orðið þinglesnir, og ætti ekki að þurfa að taka slíkt fram.