17.04.1918
Neðri deild: 1. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (1551)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

Fjármálaráðherra (S. E.):

Um leið og jeg get þess, að jeg legg fyrir háttv. deild frv. til laga um almenna hjálp vegna dýrtíðarinnar (4), vil jeg leyfa mjer að skýra í stórum dráttum frá fjárhag landsins. Jeg mun fyrst gera grein fyrir fjárhagstímabilinu 1916 og 1917. En læt þess þó getið, að greinargerðin fyrir 1917 er að eins til bráðabirgða og getur breyst, bæði af því, að póstmeistari og símastjóri hafa að eins gert bráðabirgðaskil, og svo vegna þess, að reikningur var ókominn frá landsfjehirði, sem vonlegt var. Jeg mun þar næst gera bráðabirgðagreinargerð fyrir landssjóðnum 1917, og í mjög stórum dráttum skýra frá breytingum á sjóðnum til 8. þm. Þá mun jeg gefa yfirlit yfir öll lán landssjóðs, bœði eldri og yngri. Og loks mun jeg víkja nokkrum orðum að framtíðar horfunum.

Jeg vík þá fyrst að fjárhagstímabilinu 1916-1917.

Tekjurnar 1916 voru samkv. fjárlögum áætlaðar kr. 2.073.825,00

en reyndust — 3.267.533,35

Tekjur fram yfir áætlun voru því á þessu ári — 1.193.708,35

Þessi hækkun er aðallega fólgin í verðhækkunartollinum,

sem ekki var tekinn á áætlun — 523.588,99

Og auk þess var hækkun á þessum liðum:

1. Símatekjum — 197.000,00

2. Kaffi- og sykurtolli — 55.000,00

3. Aðflutningsgjaldi — 32.000,00

4. Tóbakstolli — 90.000,00

5. Útflutningsgjaldi — 63.000,00

6. Leyfisbrjefagjaldi — 5.000,00

7. Tekjuskatti — 28.000,00

8. Tekjum af Landsbankanum og Íslandsbanka

og nokkrum fleiri liðum, en nálega enginn liður var undir

áætlun — 9.000,00

Tekjur 1917 voru áætlaðar — 2.134.375,00

en reyndust — 3.115.528,63

Tekjur fram yfir áætlun voru því — 981.153,63

Þessi hækkun er fólgin í:

1. Sykurtolli — 300.000,00

2. Símatekjum — 280.000,00

1. Tekjuskatti — 100.000,00

2. Ábúðar- og lausafjárskatti — 50.000,00

3. Tekjum af Íslandsbanka og Landsbankanum — 75.000,00

6. Verðhækkunartolli og nokkrum fleiri smáliðum, en 2

tekjugreinar aðallega voru undir áætlun og koma því til frádráttar

framantöldum hækkunum. — 244.000,00

Útflutningsgjald — 72.000,00

Vörutollur — 188.000,00

Tekjur fram yfir áætlun á fjárhagstímabilinu hafa því bæði árin numið — 2.174.861,98

Yfirleitt hafa tekjurnar ráðist eftir vonum, og eiginlega fram yfir vonir, en hins vegar verður því ekki neitað, að útgjaldahliðarnar eru mjög háar, og mun jeg nú víkja að þeim.

Gjöldin 1916 eru samkvæmt fjárlögunum gerð kr. 2.234.756,53

en samkvæmt landsreikningnum eru þau — 3.124.511,93

Mismunur — 889.755,40

Af þessari upphæð er greitt samkvæmt öðrum lögum en fjárlögum

og samkvæmt þingsályktunartillögum — 658.339,59

Mismunur kr. 231.415,81

Framyfirgreiðslur á árinu 1916 eru því samkvæmt þessu:

1. Hækkanir á venjulegum fjárlagaliðum — 231.415,81

2. Greiðslur samkvæmt þingsályktunartillögum og öðrum lögum en

fjárlögum — 658.339,69

Samtals kr. 889.755,40

En niðurstaðan af árinu er í raun og veru verri en þetta, af

því að ýmsar greiðslur, sem tilheyra árinu 1916, hafa farið fram

á árinu 1917; þannig hefir dýrtíðaruppbót starfsmanna landsins

verið greidd á því ári kr. 422.344,01

og enn fremur hafa fallið á það ár — auk nálega alls alþingiskostnaðarins —

greiðslur samkvæmt fjáraukalögum, sem að rjettu lagi ættu að líku leyti að koma

á bæði árin. Svo að óhætt er að bæta við útgjöld ársins 1916 — 480.000,00

og yrðu þá útgjöldin fram yfir áætlun kr. 1.369,755,40

Að því er snertir sundurliðun á hækkun þessari, þá er hún, að því er snertir eiginlega fjárlagaútgjaldaliði, fólgin í þessum hækkunum:

1. Útgjöldum viðvíkjandi læknaskipuninni kr. 48.719,43

2. Útgjöldum til samgöngumála — 86.980,00

3. Óvissum útgjöldum og ýmsar smáhækkanir á fleiri liðum. — 15.000,00

Aðalhækkunin stafar, eins og áður er tekið fram, af greiðslum eftir öðrum heimildum en beinum fjárlagaheimildum. Landsreikningurinn sýnir þetta, og þykir því ekki ástæða að fara nákvæmlega inn á það; að eins þykir rjett að taka fram, að í þessum framyfirgreiðslum eru fólgnar:

1. Til Reykjavíkurhafnar kr. 170.000,00

2. Til hafnargerðar í Vestmannaeyjum — 179.000,00

3. Til Landsbankans — 100.000,00

4. Til landsverslunarinnar — 195.520,00

en sú upphæð er afturkræf, og má því draga hana frá útgjöldunum,

þannig, að sú eiginlega útgjaldaupphæð þá verður — 1.179.235,40

Að því er árið 1917 snertir, þá voru gjöldin á því ári gerð í fjárlögum — 2.261,412,89

en samkvæmt bráðabirgða-uppgerð, sem farið hefir fram, hafa gjöldin

reynst — 5.055.638,24

og er mismunurinn þá — 2.794.225,35

en af upphæð þeirri eru greiddar samkvæmt öðrum lögum en fjárlögum — 1.806.905,00

Mismunur kr. 987.320,35

sem eru hækkanir á eiginlegum fjárlagaútgjaldaliðum. Þessar hækkanir á sjálfum fjárlagaliðum eru aðallega fólgnar í:

1. Til æðstu stjórnar landsins kr. 118.000,00

2. Þingkostnaður — 94.933,00

3. Ýmisleg útgjöld samkv. 11. gr. B — 87.768,00

4. Til læknaskipunar — 107.202,00

5. Hraðskeyti og símskeytakostnaður — 182.232,00

6. Óviss útgjöld — 251.425,00

Um hækkanir þessar skal tekið fram:

Ad 1. Stafar aðallega af viðgerð á stjórnarráðshúsinu. Hefir verið bygður á það kvistur, og auk þess hefir það verið að mestu endurbygt að innanverðu. Kom í ljós, þegar húsið var rifið að innan,’ að það hefði verið hin mesta óhollusta að búa í húsinu lengur; voru rottuhreiður á milli þilja o. s. frv.

Ad 2, Sjálfsagður kostnaður.

Ad 3. Hjer í er falinn styrkur til sjúklinga sveitarfjelaga, er liggja í sjúkrahúsum, eftirlitsferðir o. fl.

Ad 4. Sú upphæð aðallega fólgin í hækkandi kolaverði.

Ad 5. 120 þúsund kr. af upphæð þessari þyrfti ekki að telja hjer, þar sem sú upphæð á eiginlega að greiðast af símaláni.

Ad 6. Með því að hjer er um svo háa upphæð að ræða, þykir mjer rjett að láta fylgja sundurliðun á henni, og er hún á þessa leið:

1. Tjörnesnáman kr. 138.298,00

2. Kostnaður og laun B. Sigurðssonar í London — 19.313,20

3. Sjóðþurð Guðlaugs Guðmundssonar bæjarfógeta — 23.388,37

4. Sendiför til Englands til samninga — 10.845,00

5. För Ól. Johnsons til Ameríku — 3.488,00

6. Kostnaður við verðlagsnefnd — 9.680,00

7. Rán og Ingólfur: Bátaleit — 4.540,00

8. Endurgreiddir tollar — 7.452,00

9. Vextir og afborgun af Landsbankarústunum — 7.187,00

1. Prentun eyðublaða o. fl. — 12.154,00

2. Málskostnaður — 2.401,00

3. Kolanámurannsóknir — 3.612,00

4. Auglýsingakostnaður — 1.184,00

5. Ýmsar dýrtíðarráðstafanir (vörutalning, bakarasv. uppb. o. fl.) — 1.465,00

Ýmsar venjulegar greiðslur — 6.418,00

kr. 251.425,00

Er Tjörnesnáman aðalliðurinn í hækkuninni á óvissu útgjöldunum. Mun atvinnumálaráðherrann, ef óskað yrði síðar á þinginu, geta gefið skýrslu um hag námunnar Vil jeg láta þess getið, að vegamálastjóra Geir Zoëga hefir nú verið falin umsjón hennar, og er hann að rannsaka alla reikninga hennar. Eins og kunnugt er, var námurekstri þessum haldið áfram, að beinni áskorun þingsins, enda eðlilegt, að þingið vildi einkis láta ófreistað til þess að útvega landinu innlendan eldivið.

Þá mintist jeg áðan á, að aðalhallinn stafaði af greiðslum samkvæmt þingsályktunum og öðrum lögum en fjárlögum, og þar sem sú upphæð er svo há, eða 1.806.905 kr., þá þykir rjett að sundurliða þessa upphæð.

Aftur á móti má geta þess, að landssjóði voru eigi reiknaðir vextir, þegar reikningur landsverslunar síðast var gerður upp, 1. maí f. á., og þar sem sú upphæð, kr. 79.124,17, hefir verið greidd af tekjum þessa árs, þá hafa tekjurnar í raun rjettri verið því hærri þetta reikningsár.

Eins og yfirlit þetta sýnir, þá er hagurinn af versluninni kr. 1.073.381,92.

Jeg mun þá víkja að skýrslunni um skipin í efnahagsyfirlitinu er skuld þeirra við landssjóð talin um áramót 3.553,417 kr. 20 a., en bókfært verð þeirra er á þessa leið:

1. Sterling, með áhöldum kr. 704.202,67

2. Villemoes, með áhöldum — 1,177,046,04

3. Borg, með áhöldum — 1.140.719,8

Samtals kr. 3.021.967,89

Mismunurinn á hinu bókfærða verði og fje því, sem lagt hefir verið til skipanna, er þannig kr. 531.449,31.

Af upphæð þessari er fyrirfram greitt fyrir „Assurance“ og kol fje, sem tilheyrir næsta ári, kr. 292.835,06, en kr. 238,614,25, eða mismunurinn, er tekjuhalli sá, sem orðið hefir á skipunum. Mun jeg nú lesa upp aðalreikning yfir tekjur og gjöld skipanna, og er hann á þessa leið:

Aðalreikningur yfir tekjur og gjöld landssjóðsskipanna árið 1917.

Gjö1d:

1. Tap á rekstri e.s. Sterling til 31. des. 1917 kr. 17.186,75

2. Tap á rekstri e.s. Borg til 31. des. 1917 — 335.148,13

kr. 352,334,88

Tekjur:

Tekjur af rekstri e.s. Villemoes til 31. des. 1917 kr. 113.720,63.

kr. 113.720,63

Meiri gjöld en tekjur — 238.614,25

kr. 352,334,88

Reikning þennan hefir stjórn Eimskipafjelagsins samið. Eins og reikningarnir bera með sjer, er gróði á Villemoea, og í raun og veru er einnig smágróði á Sterling, þegar landssjóðsstyrkurinn, ca. 30 þús. kr., er bætt við, en aðaltapið er. á Borg. Jeg skal ekki fara inn á það hjer að skýra frá, hvernig á því tapi stendur, enda heyrir það ekki beinlínis undir mitt verksvið, en jeg hygg, að ein af aðalástæðunum til tapsins sje hin langdræga för til Englands, sem skipið fór, en um þetta mun gefin skýrsla á öðrum stað.

Hinu býst jeg við, og það segi jeg eftir viðtali við forstjóra Eimskipafjelagsins, að horfurnar um hag skipanna sjeu góðar næsta ár, enda er það vitanlegt, að af skipunum þarf líka að afskrifa, þótt hins vegar megi nú segja, að bæði vegna hins mikla skipatjóns, sem orðið hefir vegna stríðsins, og vegna hinnar knýjandi flutningsnauðsynjar, þá muni skipin nú vera allmiklu meira virði en þegar þau voru keypt, og hygg jeg, að stefna sú, sem þingið 1916—1917, aukaþingið, þá tók í þá átt að kaupa skipin, hafi verið mjög holl. Því undir engu á þetta land meir framtíð sína en flutningatækjunum.

Þegar hagur landsverslunarinnar og skipanna er gerður upp í einu, sem rjett virðist, þá verður gróðinn alls kr. 1.073.381,92

÷kr. 238.614,25

eða samtals kr. 834.767,67

Og ef sá gróði er lagður saman við það, sem var í sjóði 1. janúar 1917, þá verður það samtals. kr. 1.884.955,59. Og ef sú upphæð er dregin frá tekjuhallanum 1917, þá verður afgangurinn kr. 55.154,02, en það er sú upphæð, sem samkv. bráðabirgða-uppgerðinni ætti við áramót að vera orðin eyðslufje af lánum landssjóðs hinum nýju. Ef svo fer, sem gert er ráð fyrir í athugasemd endurskoðenda við landsreikninginn, bætast hjer við kr. 95.000,00, og yrði þá upphæðin, sem í eyðslu væri farin, kr. 150.154,02.

Eins og bráðabirgðayfirlitið hjer að framan sýnir, var æðimikið fje til umráða við áramót, bæði í bönkum og hjá landsfjehirði. Með því að allmikið af fje þessu, er nú er orðið bundið, og hins vegar hafa bæst við ný lán, þá þykir rjett að skýra lauslega frá sjóðbreytingunni. En þessi skýrsla er aðallega til að sýna aðalsveiflurnar í sjóðnum, en hins vegar vantar gögn bæði frá Danmörku og annarsstaðar frá, til þess að hægt sje að gera þá skýrslu nákvæma.

Um tekjur landssjóðs á þessu tímabili er ekki hægt að segja neitt, en vitanlega eru þær sáralitlar. Peningar í bönkum og hjá landsfjehirði voru í ársbyrjun 1918 kr. 7.375.492,46

Lán tekin á árinu — 2.585.000,00

Samtals kr. 9.960.492,46

Gjö1d:

Greiddir víxlar landsverslunarinnar kr. 2.000.000,00

Greitt vegna sömu erlendis — 500,000,00

Greiddir skipakaupavíxlar — 2.360.000.00

Skuld til ríkissjóðs Dana — 755.000,00

Bráðabirgðalán vegna dýrtíðarinnar — 160.000,00

Keypt síldarmjöl — 56.900,00

Til Hafnarfjarðarvegarins — 89.000,00

Vinnulaun fyrir grjótvinnu — 61.250,00

Innieign norræna ritsímafjelagsins (hjer um bil) — 100.000,00

Til símalagninga — 85.500,00

Tjörnesnáman (hjer um bil) — 30.000,00

Samkvæmt fjáraukalögum — 20.000,00

Í bönkum og hjá landsfjehirði — 3.387.991,16

Samtals kr. 9.605.641,16

Auk þess er enn óvíst um greiðslur í Kaupmannahöfn, og ýmsar venjulegar greiðslur hafa ekki verið gerðar upp enn.

Auk fjár þess, sem til umráða er 8. apríl, hefir landsstjórnin samið svo við Íslandsbanka og Landsbankann, að hún getur, ef á þarf að halda, tekið alt að 1 milj. í þeim fyrnefnda og alt að 1/8 milj. í þeim síðarnefnda.

Lánin, sem tekin eru eftir nýár, eru aðallega 2 milj. til landsverslunarinnar, en þá upphæð hafði landssjóður útvegað landsversluninni með víxlum, sem verslunin annaðist um. Eftir nýár borgaði landssjóður víxlana, og hefir hann nú veitt landsversluninni ca. 8 milj. kr. lán alls, sem landsverslunin borgar venjulega vexti af.

Til skýringar mun jeg nú leyfa mjer að telja upp öll lán landssjóðs, bœði gömlu og nýju lánin, og skýra frá kjörum þeim, sem þau eru tekin með.

Skýrsla sú er á þessa leið:

Skýrsla um lán og skuldir landssjóðs 31. desember 1917:

1. Lán úr ríkissjóði Danmerkur, tekið 1908,

til 15 ára, til símalagninga, með 4%

vöxtum, upphaflega 500.000 kr. Eftirstöðvar kr. 233.333,31

2. Lán tekið 1909 hjá dönskum bönkum,

til 30 ára, til kaupa á 3. fl. bankabréfum

Landsbankans , með 41/2% vöxtum,

upprunalega 11/2 millj. Eftirstöðvar — 1.075.000,00

3. Lán hjá Lífsábyrgðarstofnuninni í

Kaupmannahöfn, tekið 1912, til 30 ára,

til kaupa á 3. fl. bankavaxtabrjefum

Landsbankans, með 41/2% vöxtum.

Upprunalega kr. Eftirstöðvar — 212.499,98

4. Lán hjá dönskum bönkum, tekið 1912,

til 15 ára, vegna sérstakra útgjalda

(Reykjavíkurhöfn o.fl.) með 41/2% vöxtum,

upprunalega 500.000 kr. Eftirstöðvar — 333.333,33

5. Ritsímalánið 1913, tekið til 30 ára,

með 41/2% vöxtum, hjá Stóra norræna

ritsímafjelaginu, upprunalega 500.000 kr. Eftirstöðvar — 465.210,33

6. Ritsímalán hjá Landsbankanum, til

25 ára, með 6% vöxtum,

upprunalega 100 þús. kr. Eftirstöðvar — 96.000,00 2. 415.376,95

7. Ritsímalán hjá Stóra norræna ritsímafjelaginu,

28. mars 1917, til 30 ára , með 5% vöxtum, innborgað

með 99% upprunalega 500.000 kr. Eftirstöðvar — 496.323,33

8. Lán hjá h.f. „Hauk“ með 5% vöxtum

eftir á árlega, tekið 1. október 1917, — 514.000,00

9. Lán hjá h.f. „Bragi“ tekið 1. okt. 1917,

með 5% vöxtum árlega eftir á — 626.666,67

10. Lán hjá h.f. „Ísland“ með sömu kjörum — 626.666,67

11. Lán hjá eigendum „Þórs“ með sömu

kjörum — 263.200,00

12. Lán hjá h.f. „Eggert Ólafsson“ með

sömu kjörum — 501.333,34

13. Lán hjá h.f. „Hákon jarl“ með sömu

kjörum — 250.666,67

14. Lán hjá Handelsbanken, til 10 ára í

lengsta lagi, með veði í skipum lands-

sjóðs „Willemoes“, „Sterling“ og

„Borg“, tekið 21. ágúst 1917, vextir

greiðast eftir á tvisvar á ári,1/2% hærri

en danska þjóðbankans — 2.000.000,00

15. Lán hjá dönskum bönkum, tekið 23.

nóvember 1917, til 2 ára, innborgað

með 98%, vextir 5%, greiðist fyrir hvert

missiri eftir á — 6.000.000,00

16. Víxlar í Íslandsbanka til skipakaupa — 2.360.000,00

13.638.856,68

17. Skuld við hinn danska ríkissjóð 31. desember 1917 3.255.007,19

Samtals 31. des. 1917 kr. 19.309.240,82

18. Lán hjá Íslandsbanka, tekið 2. janúar

1918, til 2 ára, innborgað með 98%, vextir 5%,

greiðist fyrir hvert missiri eftir á kr. 1.000.000,00

19. Lán hjá Íslandsbanka , tekið 18. mars 1918,

með útlánsvöxtum til 9 ára kr. 1.000.000,00

20. Lán hjá Landsbankanum, tekið 17. janúar

1918, til 2 ára, innborgað með 98%, fyrir

hvert missiri eftir á — 500.000,00

21. Lán til ritsíma hjá Landsbankanum, tekið

20. jan. 1918, til 25 ára, vextir 6%,

greiðist árlega eftir á — 85.000,00 2.585.000,00

Samtals kr. 21.894.240,82

Frá dregst:

Víxlar til skipakaupa í Íslandsbanka greiddir kr. 2.360.000,00

Enn fremur hefur skuld við hinn danska ríkissjóð

lækkað um hjer um bil — 500.000,00 2.860.000,00

Samtals skuldir 8. apríl 1918 kr. 19.034.240,82

Af því, sem fram hefir verið tekið hjer að framan, mun nú öllum ljóst, að miljónirnar nýju eru ekki orðnar eyðslufje. Þær standa í verslun landssjóðs, í skipum landssjóðs og í peningum, og samkvæmt bráðabirgða-uppgerðinni ættu í mesta lagi 150 þúsund krónur að vera orðnar eyðslufje nú við áramót. Á meðan miljónirnar eru hafðar til þess að bera þau fyrirtæki, sem sjerstaklega eiga að bjarga landinu yfir örðugasta hjallann, þá er þeim vel varið, og ekki síst þar sem fyrirtækin eru arðberandi, þótt verðfallshættan að vísu svifi yfir versluninni þegar stríðið hættir. Landinu er því teflt í fjárhagsvoða með miljónunum, en landinu var teflt í fjárhagsvoða, ef miljónirnar hefðu ekki verið teknar. Hvernig hefðum vjer verið farnir, ef alt hefði staðið kyrt, ef oss hefði vantað fje? Flestallar þjóðir munu nú hafa orðið að taka lán.

Fjárhagsörðugleikarnir eru aftur á öðru sviði. Ef vjer brúkum miljónirnar í eyðslufje, þá erum vjer á leiðinni niður á við. En hvernig eru horfurnar þá í framtíðinni, horfumar á árinu, sem nú er að líða?

1. Á því ári er hallinn í fjárlögunum áætlaður kr. ca. 400.000,00

2. Dýrtíðaruppbót ca. 350.000,00

3. Er samkvæmt dýrtíðarfrumvarpi því, sem nú er lagt fyrir, gert ráð fyrir útgjöldum, er nema 450.000,00

Auk þess má fastlega gera ráð fyrir, að þetta ár bregðist að því er toll- og útflutningsgjald snertir, og að tekjurnar yfir höfuð verði magrar. En enn þá meiri vissa er fyrir því, að tekjuhallinn verði meiri en áætlað er, og það líklega langtum meiri, og auk þess eru ótal greiðslur samkvæmt sjerstökum lögum, sem hækka útgjaldahliðina. —

Að öllu þessu athuguðu er stjórninni ljóst, að brýn nauðsyn rekur til, að þingið samþykki tekjuaukafrumvarp. Það skal játað, að stjórnin var fyrst að hugsa um að reyna að hlífast við að koma með skattafrumvörp, enda var kunnugt um, hvað sum þeirra áttu þungan gang í gegnum síðasta þing. En því glöggari mynd, sem vjer við rannsókn á fjárhagnum höfum fengið af honum, þess ljósari varð oss nauðsynin á nýjum tekjum.

Því ver, þingið hefir látið stórgróðann fara fram hjá okkur án þess að skattleggja hann að nokkru ráði. Hinn afarmikli kaupmannagróði þoldi þó mikla skatta.

Stjórnin mun nú mjög bráðlega leggja eitt tekjuaukafrumvarp fyrir þingið og væntanlega fleiri síðar. Verður bæði þing og stjórn að taka saman höndum um að sjá landinu fyrir meiri tekjum. Á því er nauðsyn. Miljónirnar hafa nóg að gera, þótt þær sjeu ekki brúkaðar til að fylla í skörðin.