05.07.1918
Efri deild: 58. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1395 í B-deild Alþingistíðinda. (1560)

Ágreiningur um fundarbókun

Forseti:

Jeg óska ekki fyrir mitt leyti að ræða jafneinfalt mál og þetta. 53. gr. þingskapanna segir svo: „… Ef þingmaður neitar að greiða atkvæði við nafnakall, án þess að færa gildar ástæður (44. gr.), þá missir hann af dagkaupi sínu þann dag“.

Skrifarinn hefir því skilið orð mín alveg rjett, enda notaði jeg ekki orðið refsing, heldur sekt.

Mjer kemur ekki til hugar að fara að verja þær gerðir mínar að halda þingsköpin, nje heldur að tala um það, hvernig þeim kann að vera beitt í háttv. Nd.