17.07.1918
Efri deild: 68. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1406 í B-deild Alþingistíðinda. (1577)

Starfslok deilda

forseti:

Þetta þing, sem nú er að lokum komið, er orðið það lengsta þing, sem haldið hefir verið á landi; það er víst búið standa í tæpa 100 daga.

Skal jeg nú leyfa mjer að gefa yfirlit um störf þessarar háttv. deildar á þeim 68 fundum, sem haldnir hafa verið:

Mál lögð fyrir deildina:

I. Frumvörp:

1. Stjórnarfrv. lögð fyrirdeildina ……………………………………… 3

2. Þingmannafrv. borin fram …………………………………………… 12

3. Frv. komin frá Ed. …………………………………………………… 22

37

II. Þingsál.till.:

1. Bornar fram í Ed. ……………………………………………………… 9

2. Komnar frá Nd. …………………………………………………… 19

28

III. Fyrirspurnir bornar fram …………………… 2

Alls 67 mál.

Afgreiðsla málanna hefir fallið þannig:

1. Frv. afgreidd sem lög frá Ed. ……………………………………………………14

2. Frv. afgreidd til Nd. og þaðan sem lög ………………………………………….11

3. Frv. feld …………………………………………………………………………. 9

4. Frv. tekin aftur ………………………………………………………………….. 1

5. Frv. ekki útrædd ………………………………………………………………… 2

37

6. Þingsál. um skipun nefnda ……………………………………………………… 3

7. Þingsál. afgr. sem ályktanir Ed. …………………………………………………11

8. Þingsál. til Nd. og Sþ. og síðan afgr. þaðan sem ályktanir Alþingis…………….11

9. Þingsál. feld …………………………………………………………………….. 1

10. Þingsál. óútrædd ………………………………………………………………. 2

28

11. Fyrirspurn svara𠅅………………………………………………………… 1

12. Fyrirspurn ekki svara𠅅……………………………………………………..1

2

Samtals 67 mál.

Nú má segja, hv. þingmenn, að þetta sje ekki mikil vinna, þegar litið er til hins langa tíma, sem þingið hefir staðið. En jeg skal geta þess, að þótt málin sjeu ekki ýkjamörg, þá hafa mörg þeirra verið mjög þýðingarmikil, já, svo þýðingarmikil, að önnur meiri hafa eigi áður legið fyrir Alþingi Íslendinga. Og ef það sannast, að þau stórmál, sem nú hafa verið til lykta leidd, reynist landi og lýð til þeirrar blessunar, sem til er ætlast, þá mun ekki verða horft í dagatöluna, sem þingið er búið að standa. Síður en svo. Jeg vænti þess og, að þetta þing beri einn ávöxt, sem lengi verði minst með gleði og verði landinu til góðs. En ef svo fer, sem vonandi verður, að lokið sje nú stjórnmálabaráttu vorri út á við fyrst um sinn, þá er betur farið en heima setið.

Annars er það víst, að þótt Alþingi lánist að ráða fram úr mörgum erfiðleikum, þá hefir því ekki lánast að ráða fram úr öllum vanda. Í þessari tíð mega þingmenn aldrei hafa hugann af ættjörð sinni. Og ég veit, að þeir vilja taka undir þá ósk með mér, að vjer megum ávalt reynast ættjörð vorri sannir synir, — ávalt reynast henni sem best.

Jeg þakka svo þingmönnum samvinnuna . Hún hefir gengið prýðisvel og verið mjer til ánægju.

Jeg hefi svo eigi meira að segja, en lýsi yfir því, að störfum hv. Ed. er lokið á þessu þingi.