18.07.1918
Sameinað þing: 8. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1410 í B-deild Alþingistíðinda. (1586)

Þinglausnir

forseti:

Jeg skal leyfa mjer að lesa upp yfirlit um störf Alþingis 1918, sem skrifstofa þingsins hefir samið.

Fundir:

Í neðri deild ……………….................................................................... 74

Í efri deild ............................................................................................... 68

Í sameinuðu þingi …………………………………………………….. 8

Alls . 150

Mál:

I. Frumvörp:

Stjórnarfrv. lögð fyrir Nd. …………………………………………….. 7

Stjórnarfrv. lögð fyrir Ed. …………………………………………….. 3

Þingm.frv. borin fram í Nd …………………………………………… 27

Þingm.frv. borin fram í Ed. …………………………………………... 12

Alls 49

Þar af

Lög frá Alþingi ………………………………………………………. 25

Feld …………………………………………………………………... 11

Tekið aftur …………………………………………………………… 1

Ekki útrædd ………………………………………………………….. 12

Alls 49

II. Þingsályktuuartillögur:

Bornar fram 50

Þar af

Ályktanir afgr. til stjórnarinnar ……………………………………. 27

Ályktanir um skipun nefnda ………………………………………. ..9

Feldar ……………………………………………………………… 10

Ekki útræddar ................................................................................... 4

Alls 50

III. Fyrirspurnir:

Komnar fram ……………………………………………………… 8

Þar af svara𠅅………………………………………………… ..5

Mál til meðferðar alls í þinginu:

Frumvörp …………………………………………………………. 49

Þingsályktunartillögur ..................................................................... 50

Fyrirspurnir ………………………………………………………. 8

Alls 107

Rökstuddar dagskrár hafa verið bornar fram alls 13. Þar af 5 samþykktar, en 8 feldar.

Jeg skal nú ekki leggja neinn dóm á störf þingsins að þessu sinni, en býst við, að dómarnir, sem upp verða kveðnir um það, verði misjafnir, En jeg veit, að háttv. þm. hafa unnið að þeim með það fyrir augum að bjarga þjóðinni á þessum háskatímum.

Þá vil jeg loks minnast á eitt mál, sem þingið hefir haft til meðferðar, en það er sambandsmálið.

Stjórn Dana og þing hafa sýnt Íslandi það bróðurþel og þann sóma að senda hingað 4 fulltrúa til þess, með óbundnu umboði, að semja við stjórn Íslands og Alþingi, sem jafnrjettháa samningsaðilja, um samband landanna í framtíðinni. Til þessarar farar hafa Danir valið 4 af sínum vitrustu, víðsýnustu og hleypidómalausustu mönnum, enda er árangurinn af komu þeirra og samningaumleitunum orðið sá, að þeir annars vegar og íslenska stjórnin og Alþingi hins vegar hafa orðið ásátt um frv. til sambandslaga milli Danmerkur og Íslands, sem gera má sjer bestu vonir um að báðar þjóðir fallist á, og er það verður að lögum, má vænta þess, að það verði báðum þjóðum til sóma og gagns, að ágreiningur sá, sem því miður svo oft hefir verið milli bræðraþjóðanna, hverfi úr sögunni, en bræðraþelið eflist og samvinnan aukist, til gagns og ánægju fyrir báðar þjóðir.

Þetta þing er orðið hið lengsta, sem haldið hefir verið; það hefir nú staðið yfir síðan 10. apríl eða í 100 daga. En það er trúa mín, að það muni og lengi í minnum haft, ekki vegna þess, hve lengi það stóð, heldur vegna hins, að það bar gæfu til að komast að niðurstöðu um stórmál það, sem jeg mintist á, að því er jeg treysti á viðunandi hátt.

Jeg bið drottinn að blessa störf þessa þings og að varðveita fósturjörðu vora á þessum mjög svo erfiðu háskatímum.