29.04.1918
Efri deild: 9. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í C-deild Alþingistíðinda. (1709)

22. mál, einkaréttur til verslunar með smjör og tólg

Halldór Steinsson:

Hv. frsm. minni hl. (G. Ó.) hefir að mestu leyti tekið fram skoðun mína á þessu máli. Jeg þykist viss um, að lög þessi mundu hafa litla þýðingu og mundu ekki auka smjörframleiðslu í landinu yfir höfuð. Þau gætu að vísu aukið hana á Norðurlandi, en níundu draga úr henni á Suðurlandi, og mundi sá mismunur varla verða til bóta.

Jeg hygg líka, að frv. mundi ekki stuðla að greiðari viðskiftum á feitmeti, því að víða á landinu er svo háttað, að hjeruðin framleiða ekki feitmeti nema til sinna þarfa, og eru viðskifti hjeraðsbúa þar greiðust með því fyrirkomulagi, sem nú er.

Þriðja atriðið er það, að fyrirgirða braskverð á smjöri, en um það held jeg líka að fylgismenn frv. geri sjer of háar hugmyndir. Jeg hygg, að hjer yrði eins og með önnur þvingunarlög, að hægt mundi að fara í kringum þau, og það ekki sparað.

Það, sem jeg álít að geri frv. aðallega þýðingarlaust, er það ákvæði í 1. gr., að framleiðendur megi selja beint til neytenda; af því níundi leiða, að alt hjeldist í sama horfi og áður var. Jeg held því, að það hefði mjög litla þýðingu að samþ. frv. Það yrði að eins til að fjölga pappírslögunum svo nefndu, sem meira en nóg er til af áður, Jeg vil því leggja það til, að frv. þessu verði ekki hleypt lengra.