22.05.1918
Efri deild: 24. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í B-deild Alþingistíðinda. (173)

36. mál, stimpilgjald

Magnús Kristjánsson:

Það voru að eins fá orð út af skýringu hæstv. fjármálaráðherra á niðurlagi 10. gr.

Ef sá skilningur á að verða fastur í framkvæmdunum, þá tel jeg nauðsynlegt, að bætt sje inn í málsgreinina, að þar sje átt við afgreiðslumenn skipa, er sigla eftir föstum áætlunum.

En hvers vegna er verið að leggja þeim þyngri skyldur á herðar en öðrum, þar sem það er þó viðurkent, að lögreglustjórinn hefir aðalumsjónina á hendi? Auk þess er ákvæði þetta illframkvæmanlegt, nema í samvinnu við skipstjórann.

Ákvæðið ætti því að vera þannig, að afgreiðslumaður og skipstjóri sæju um, að farmskírteinin væru afhent, og væri það frekar viðunandi.

Líka teldi jeg rjettara, að lágmark sektanna væri einnig ákveðið, t. d. 50–5.000 kr.

Brotin yrðu auðvitað mjög misjöfn, og væri því ekki rjett að gefa undir fótinn með, að hæstu sektum yrði beitt fyrir lítils háttar brot.

Jeg gæti að vísu komið með brtt. um þessi atriði, en jeg tel betra, að nefndin geri það, því að brtt. frá nefndum hafa altaf meiri líkur til að verða samþyktar.