18.05.1918
Efri deild: 22. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í C-deild Alþingistíðinda. (1739)

56. mál, fólksráðningar

Magnús Torfason:

Hv. frsm. (S. F.) og hv. þm. Ak. (M. K.) brugðu mjer um ósæmilega framkomu og illvilja í þessu máli. Eru þetta óþingleg orð, og hefi jeg engum borið því um líkt á brýn og ætla mjer ekki að gera. En jeg ætlast til, að mönnum virðist ekki óeðlilegt, að mjer þyki þetta skrítin bjargráð. Er frv. svo stórgallað, að jeg get ekki verið með í að „lappa upp á“ það, þó hins vegar gæti verið eitthvert vit í að koma upp fólksráðningastofum víðs vegar um land.