23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 526 í C-deild Alþingistíðinda. (1913)

51. mál, námurekstur landssjóðs á Tjörnesi

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Hjer er orðakast milli þinghefndar og stjórnar. Stjórnin hefir ótakmarkaðan rjett til þess að taka til máls, og þar sem í henni eiga sæti 3 menn, sem allir mega tala eins oft og þeir æskja, virðist ekki ósanngjarnt, þótt rjettur nefndarinnar eða framsögumanns hennar til andsvara sje lítið eitt rýmkaður. Annars er það engin ný bóla, þótt hv. þm. Dala (B. J.) vilji tala jafnoft og allir aðrir samanlagt.