23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 530 í C-deild Alþingistíðinda. (1919)

58. mál, harðærisuppbót handa orðabókarhöfundunum

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg verð að vera samdóma hv. frsm. (B. J.) um, að rjett sje, að þessir tveir föstu starfsmenn njóti dýrtíðaruppbótar, eins og aðrir starfsmenn landsins. Um það verður varla deilt, að þarna hafa menn þessir fengið starf, sein þeir munu gera að lífsstarfi sínu, og mun ætlast til, að þeir hafi eigi önnur störf á hendi. Þeir hafa þess vegna fullan rjett til dýrtíðaruppbótar, sem aðrir starfsmenn landsins.

En jeg get ekki verið hv. frsm. (B. J.) sammála um, að sama máli gegni um þriðja manninn. Hann nýtur að eins ákveðins styrks til aukavinnu við þetta starf. Annars er þetta ekki mikilvægt atriði, en jeg vildi samt skjóta því fram, hvort eigi fyndist ástæða til að sleppa honum, en láta hina hafa uppbót. Það er vitanlegt, að annar þeirra hefir slept embætti til þess að takast þennan starfa á hendur, og 3.000 og 2.400 kr. eru ekki svo há laun, að ekki sje ástæða til að bæta þau upp.