23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 530 í C-deild Alþingistíðinda. (1920)

58. mál, harðærisuppbót handa orðabókarhöfundunum

Frsm. (Bjarni Jónsson):

Jeg gleymdi að spyrja stjórnina, hvort hún sæi sjer fært að veita uppbót þessa eftir lögunum. Því að ef svo væri, væri till. óþörf, og mundi jeg þá taka hana aftur. En jeg hjelt að hún væri nauðsynleg.

Jeg tók þriðja manninn með, af því að jeg hugði, að hv. deild mundi ekki láta sig neinu muna slíka smámuni. En hins vegar vil jeg ekki láta hann drepa hina báða, heldur vildi jeg, að einhver kæmi með brtt. um að slátra honum einum.

Jeg vænti, að stjórnin gefi mjer svar um, hvort till. sje nauðsynleg.