23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í C-deild Alþingistíðinda. (1922)

58. mál, harðærisuppbót handa orðabókarhöfundunum

Frsm. (Bjarni Jónsson):

Þá vil jeg leyfa mjer að biðja hv. deild að samþykkja till. Báðir höf. eru byrjaðir á orðabókarstarfinu. Síra Jóhannes Lynge Jóhannsson fær litla uppbót sem prestur frá nýári til fardaga, og stjórnin mun sjá um, að honum verði ekki goldið meira en heimilað er í lögunum. Hann hefir nú sagt af sjer prestskap og annar prestur verið kosinn í hans stað, og hefir fengið sjer húsnæði hjer í bænum og flytur hingað bráðlega, til þess að vinna að orðabókinni.