08.07.1918
Neðri deild: 65. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í C-deild Alþingistíðinda. (1968)

114. mál, laun tveggja kennara Flensborgarskólans

Flm. (Bjarni Jónsson):

Jeg skal játa, að tillagan er ónákvæmt orðuð, en ætlunin var sú að fjeð yrði að eins veitt ef skólinn starfaði ekki. Jeg hefi ekkert á móti því, að málið fari til fjárveitinganefndar, því það er sjálfsagt að leita upplýsinga um það, hvort skólinn starfar eða ekki. Annar þessara kennara, herra Lárus Bjarnason, sagði mjer svo frá, að uppsögnin væri þegar farin fram, en af hverju Ögmundur skólastjóri kemst svo ónákvæmt að orði, um það skal jeg ekkert segja. Jeg er á sama máli og hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) um það, að ef þessi skóli nú legst til hvíldar og hirðir ekki um sína eigin kennara, þá getur ekki komið til mála, að honum verði styrkur veittur úr landssjóði. Jeg bar fram tilmæli þessara kennara, sjerstaklega af því, að mjer virðist það stefna Alþingis, þó það sje ekki lagaleg skylda, að taka líka tillit til þeirra kennara, sem eru ekki beinlínis opinberir starfsmenn landssjóðs.

Að öðru leyti þarf jeg ekki ,að orðlengja um þetta meira, en jeg vil láta þess getið, að jeg hefi ekkert á móti því, að tillögunni verði vísað til fjárveitinganefndar.