10.06.1918
Neðri deild: 42. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í C-deild Alþingistíðinda. (2057)

12. mál, tekjuskattur og lóðargjöld í Reykjavík

Pjetur Jónsson:

Jeg vil styðja þá till., að málið sje tekið út af dagskrá.

Þótt jeg sje ekki í nefndinni, hefi jeg samt verið við mál þetta riðinn á ýmsan hátt. Jeg hefi flutt brtt. við frv. við 2. umr. og kynt mjer málið allrækilega. Það er svo langt frá því, að jeg sje ánægður með brtt. þær, er samþ. hafa verið, að jeg get alls ekki greitt frv. atkvæði, eins og það er nú úr garði gert. Og ekki fæ jeg skilið annað en að meiri hl. hv. deildar sje mjer sammála um þetta, ef á að knýja frv. fram, eins og það liggur nú fyrir. Því tel jeg heppilegt, að málið verði tekið út af dagskrá, svo að nefndin fái nægan tíma til að athuga það betur.