04.06.1918
Neðri deild: 39. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 950 í C-deild Alþingistíðinda. (2227)

82. mál, landsverslunin

Forsætisráðherra (J. M.):

Ef háttv. þm. N.-Ísf. (S. St.) hefir komið með þessa till. í því skyni, að þingið gæti talað um hana og setið þannig yfir engu. Þá get jeg vel skilið, að hann vilji láta ræða hana einn daginn til, en þó sje jeg ekki, að þetta sje næg ástæða fyrir mig til þess að taka þá ósk mína aftur, að málinu sje lokið nú.