18.05.1918
Neðri deild: 26. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 989 í C-deild Alþingistíðinda. (2257)

39. mál, framkvæmdir fossanefndarinnar

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Tveir hv. ræðumenn hafa haldið því fram, að jeg hafi verið bundinn af Framsóknarflokknum til að setja þann mann í nefndina, sem til þess flokks telst. En þetta er ekki rjett. Jeg var, eins og óþarft ætti að vera að taka aftur fram, algerlega óbundinn í vali mínu. Maður sá, er jeg valdi, hefir aflað sjer nokkurrar þekkingar á rafmagnsfræði, og mun hann í viðtækri þekkingu eigi standa að baki skólagengnu mönnunum alment tekið. Er þetta þjóðkunnugt, og ber jeg engan kinnroða fyrir valið.