18.05.1918
Neðri deild: 26. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1007 í C-deild Alþingistíðinda. (2266)

39. mál, framkvæmdir fossanefndarinnar

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg skil ekki, hvernig hv. þm. Dala. (B. J.) fór að leggja þann skilning í orð mín, sem hann gerði. Því var lýst yfir strax á þingi í fyrra af Heimastjórnarmönnum, að þeir vildu ekki láta velja neinn í nefndina frá pólitísku eða flokkslegu sjónarmiði sjeð.

Yfir höfuð lýst mjer, að margt af því, er sagt hefir verið, sje fánýtt hjal um málið. Jeg man til þess, að í fyrra spurði erlendur þingmaður mig að því, hver reynsla vor væri af milliþinganefndum. Hann sagði, að reynsla þeirra væri sú, að ekkert gagn væri að þeim. Svona eru dómarnir, og samt eru þær brúkaðar enn. Það eru misjafnir dómar um þær, eins og um þingið. Og þegar álit þeirra kemur, er stundum sagt, að slæmt sje, að svona mikill pappír skuli vera eyðilagður. Jeg vona því, að þessar ræður fari að taka enda. En taka vil jeg það fram, að jeg fæ ekki sjeð, hvaða gagn er að vísa þessu máli til stjórnarinnar.