06.05.1918
Efri deild: 14. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í C-deild Alþingistíðinda. (2317)

34. mál, úthlutun kornvöru og sykurs

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg sje ekki neitt á móti því, að fyrirspurnin verði leyfð, þótt jeg telji ástæðuna til hennar liggja í augum uppi, og mun henni því verða fljótsvarað.

En jeg vildi nota tækifærið til að benda á, að jeg tel það athugavert að hafa miklar umr. um aðdrætti til landsins og vöruforða þann, sem nú kann að vera til, nú á þessum vandatímum, gagnvart samningum við erlendar þjóðir.

Fyrirspurnin leyfð með 11 shlj. atkv.

Á 20. fundi í Ed., fimtudaginn 16. maí, var fyrirspurnin tekin á dagskrá, með því að atvinnumálaráðherra hafði tjáð sig búinn til að svara henni.