18.04.1918
Neðri deild: 4. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 633 í C-deild Alþingistíðinda. (2340)

5. mál, laun íslenskra embættismanna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg hefi leyft mjer að leggja þetta frv. fram fyrir hv. deild. Jeg hygg, að í athugasemdum þeirri, sem frv. fylgja, sje nægilega gerð grein fyrir því, hvers vegna frv. þetta er fram komið og að við þessa umr. málsins sje ekki nein ástæða til að flytja langa tölu um það. Jeg vona, að hv. deild vísi málinu til nefndar, og vil jeg leyfa mjer að leggja til, að því verði vísað til allsherjanefndar. Vona jeg, að háttv. nefnd muni leyfa mjer viðtal við sig, á einhverju því stigi málsins, sem henni þykir ástæða til, og að hv. deild taki frv. þessu vel, og enn fremur, að allir muni viðurkenna, að hjer er ekki farið fram á annað en það, sem rjett er og sanngjarnt að veita.