31.05.1918
Neðri deild: 36. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í B-deild Alþingistíðinda. (246)

63. mál, dýrtíðar- og gróðaskattur

Gísli Sveinsson:

Það voru að eins nokkur orð viðvíkjandi ræðu 1. þm. Skagf. (M. G.), um afstöðu nefndarinnar til þess, hvernig skilja beri orðalag 1. gr. Jeg sagði það, að nefndin hefði orðið sammála um, að skilja bæri greinina eftir orðunum, og væri þá ekki hægt að skilja hana öðruvísi heldur en háttv. 2. þm. Árn. (E. A.), en þetta kom samt aldrei til atkvæða í nefndinni.

Að sumu leyti virtist mjer háttv. sami þm. (M. G.) vera að reyna að bera í bætifláka fyrir þetta orðalag stjórnarfrv., og er það skiljanlegt, þar sem hann ef til vill, þótt merkilegt sje, á einhvern þátt í þessu óljósa orðalagi. (M. G.: Jeg álít það ljóst).