23.04.1918
Neðri deild: 8. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 503 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

16. mál, mótak

Pjetur Jónsson:

Tilefni þess, að jeg tek til máls, er deilan um, í hvaða nefnd beri að vísa þessu frv. Ef taka ætti hvert mál, sem að einhverju leyti fjallar um dýrtíð og bjargráð, og steypa því í bjargráðanefndina, þá mundi hún fá að fjalla um meginið af þeim málum, sem fram koma í háttv. deild. Þessi nefnd hefir nú þegar svo mikið á sinni könnu, að mjer finst það að mestu leyti nægja henni, ef hún á að ganga sómasamlega frá öllu. Hin nefndin, allsherjamefndin, hefir nú þegar fengið þrjú stór mál til meðferðar og hefir því ærið að starfa. Mætti að vísu vísa frv. þangað, en það, sem áður hefir sagt verið, mælir þó heldur á móti því, og sjerstaklega það, að eitt af þessum þremur málum, sem sje bæjargjaldafrv., er verulegt stórmál. Jeg álít, að þetta mál komi landbúnaðarnefndinni sjerstaklega við, og vil því vísa því til hennar. Sú nefnd hefir enn þá sem komið er ekki mikið að starfa, en það ætti að vera regla hjer á þingi að skifta verkum sem rjettlátast meðal manna, því að ella mundu sumir þm. verða of hlaðnir störfum, en aðrir aftur hafa litið eða ekkert með höndum.