10.05.1918
Neðri deild: 19. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

16. mál, mótak

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg sje ekki þörf á því að fara mörgum orðum um þetta frv., því að allsherjarnefnd befir orðið sammála um að láta það ganga fram, með nokkrum þreytingum,

Allar þessar breytingar fara í þá átt, að tryggja jarðir nærri kauptúnum fyrir því, að mólandi þeirra verði að þarflausu eytt og jörðinni þannig spilt.

Breytingunni við 1. gr. frv. er þannig farið, að ef einhver krefst mótaks, en eigandinn vill ekki laust láta, þá skal bæjarstjórn eða hreppsnefnd, þar sem mólandið er, skera úr því, hvort hinum fyrnefnda sje nauðsyn á mótakinu á þeim stað, er hann krefst, eða ekki.

Aðalbreytingin við 2. gr. er sú, að gjaldinu, sem kemur fyrir mótak, þurkun mós, upphleðslu o. s. frv., skuli skift milli leiguliða og jarðeiganda, eftir mati þar til kvaddra manna. En eftir frv., eins og það var í byrjun, var ætlast til þess, að leiguliði fengi helming gjaldsins.

Þetta er sett inn til þess að fyrirbyggja, að leiguliðar bjóði upp mótak í landi sínu, í þeirri von að fá helming andvirðieins.

Við 1. umr. var það fundið að frv., að í það vantaði ákvæði um, hvernig ganga skyldi frá mógröfunum, eftir að tekið hefir verið upp úr þeim, og því hefir nefndin komið með þá brtt., að fjórða grein þess falli burt, en í hennar stað komi ákvæði um, hvernig ganga skuli frá mógröfum.

Annað sje jeg ekki ástæðu til að taka fram, og óska jeg, að málið nái fram að ganga.