10.05.1918
Neðri deild: 19. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

16. mál, mótak

Sveinn Ólafsson:

Það var að eins ógnstutt athugasemd, sem jeg vildi leyfa mjer að gera við frv., eða rjettara sagt við brtt. allsherjarnefndar.

Í breytingunni, sem gerð er við 1. gr. frv., stendur, að úrskurði hreppsnefndar eða bæjarstjórnar verði ekki áfrýjað. Mjer flaug í hug, hvort það væri ekki nokkuð djarflegt að gera hreppsnefnd eða bæjarstjórn að nokkurskonar hæstarjetti í þessum málum, því að frv. gerir ráð fyrir einskonar lögnámi, sem byggist á úrskurði bæjarstjórna og hreppsnefnda, og felur í sjer skerðingu eignarrjettarins, sem helgaður er með 53. gr. stjórnarskrárinnar. Jeg vildi aðallega vekja athygli nefndarinnar á þessu, því að ef lögfróðum mönnum sýndist þetta betur mega fara á annan veg, þá væri unt að breyta því við 3. umr.