08.05.1918
Neðri deild: 18. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 528 í B-deild Alþingistíðinda. (361)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Bjarni Jónsson:

Það er ekki annað en að jeg vildi beina þeirri spurningu annaðhvort til háttv. flutnm. eða nefndarinnar, hvort þeir vissu til, að þessi maður hefði í hyggju að láta af starfi. Ef það er ekki, er óþarfi að fara með þessi rök og þá rjettara að vísa málinu til stjórnarinnar, en ef hann er staðráðinn í því að segja af sjer, sökum heilsubrests, horfir málið öðruvísi við, og verður maður þá að vera fljótur til. (G. Sv.: Það stendur í greinargerðinni). Á þesskonar hálfum svörum verður ekki bygt; það þurfa að koma góð og greinileg svör um það, hvort það er af heilsubresti eða öðrum ástæðum. Þessa spurningu leyfi jeg mjer að leggja fyrir nefndina.