12.06.1918
Neðri deild: 47. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 547 í B-deild Alþingistíðinda. (386)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Að eins örstutt athugasemd.

Það má vel vera, að tímaákvörðunina megi skilja eins og báttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.). En ef svo er, langar mig til þess að spyrja hann, hvernig standi þá á því, að hann skuli vera hræddur um, að frv. verði felt í Ed., ef því verði breytt í það horf, er það fyrst kom í hjer inn í deildina? Mjer sýnist, að Ed. ætti, ef skilningur háttv. þm. (Sv. Ó.) er rjettur, að geta fallist tafarlaust á brtt. allsherjarnefndar.