04.07.1918
Efri deild: 57. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 552 í B-deild Alþingistíðinda. (393)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg vil láta mjer nægja að vísa til framhaldsnefndarálits allsherjarnefndar, sem prentað er á þgskj. 421. Þar er það tekið fram, að minni hluti nefndarinnar geti sætt sig við frv., eins og það kom nú frá háttv. Nd., en að meiri hluti nefndarinnar vilji gera á því þá breyting, að lögin öðlist strax gildi. Jeg lít svo á, sem þessi breyting meiri hlutans sje alveg nauðsynjalaus, og get því, eins og jeg tók áðan fram, greitt atkv. með frv. eins og það liggur fyrir.