04.07.1918
Efri deild: 57. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í B-deild Alþingistíðinda. (400)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Forseti:

Mjer hefir borist í hendur frá háttv. þm. Ak. (M. K.) svo hljóðandi rökstudd dagskrá:

„Með því að samkvæmt fram kominni yfirlýsingu má telja víst, að Björn Kristjánsson verði mjög bráðlega að láta af bankastjórastörfum, vegna heilsubrests, væntir deildin þess, að landsstjórnin hlutist til um, að honum verði árlega greiddar 4.000 kr. af fje Landsbankans sem eftirlaun, frá þeim degi talið, er hann lætur af bankastjórn, og í því trausti, að landsstjórnin líti svo á, að nauðsyn beri til, að stjórn bankans sje í höndum manna með óbiluðu starfsþreki, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“