04.07.1918
Efri deild: 57. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (405)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg skaut þessu fram áðan, að heppilegt væri að bera dagskrá háttv. þm. Ak. (M. K.) upp í tveim hlutum, að eins sem bendingu. Nú vil jeg bæta því við, að dagskráin væri aðgengilegri fyrir þá, sem þurfa að fara með málið samkvæmt henni, ef niðurlagið væri felt burt.

Eins og dagskráin nú er, stappar hún nærri vantrausti á stjórnina, því að vitanlega er það sjálfsögð skylda hverrar stjórnar að sjá um, að embættismenn sjeu vaxnir þeim starfa, sem þeir eiga að gegna.