01.05.1918
Neðri deild: 14. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (422)

25. mál, lokunartími sölubúða í kaupstöðum

Flm. (Matthías Ólafsson):

Eftir bendingu hæstv. forsætisráðherra hefi jeg leyft mjer að koma fram með brtt. við frv. mitt á þgskj. 30.

Jeg get sem sje vel fallist á, að úr því að þörf er á að síma þessi lög út, þá sje það hentugra, að þau sjeu svo stutt, sem unt er. Og þar sem það sýnist óþarfi, að þau verði færð inn í meginmál laga nr. 79, 14. nóv. 1917, þá hefi jeg komið með þessa brtt, á þgskj. 41.

Annað hefi jeg ekki um þetta frv. að segja, en jeg vænti þess, að það gangi hljóðalaust og greiðlega í gegnum hv. deild.