10.05.1918
Neðri deild: 19. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 621 í B-deild Alþingistíðinda. (512)

32. mál, fræðsla barna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg býst við, að jeg verði að sætta mig við þær umbætur á launakjörum kennara, sem nefndin fer fram á í frv. þessu, því að ekki mun nokkur von um að fá frekari kröfum framgengt. En jeg vil láta þess getið, að jeg hefi hugsað mjer að tala dálítið almennara um málið við 3. umr. frv. Jeg tek það fram nú, til þess að háttv. deild skuli ekki ætla, að jeg sje fyllilega ánægður með gerðir nefndarinnar.