28.06.1918
Efri deild: 53. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í B-deild Alþingistíðinda. (579)

41. mál, skemmtanaskattur

Fjármálaráðherra (S. E.):

Það kemur skýrt fram í umræðunum, að hv. þm. Snæf. (H. St.) og háttv. þm. Ak. (M. K.) leggja mismunandi skoðun í brtt. á þgskj. 407.

Jeg hefi skilið það svo, að háttv. þm. Ak. (M. K.) vilji ekki binda bæjar- og sveitarstjórnir í þessu máli, og samkvæmt brtt. mundi hver bæjar- eða sveitarstjórn líka skoða sig óbundna og frjálsa að því að verja skattinum eins og hún vildi. En ejns og jeg hefi tekið fram, þá vil jeg, að það komi fram í lögunum, að skattinum sje varið í ákveðnu augnamiði.