31.05.1918
Neðri deild: 36. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í B-deild Alþingistíðinda. (621)

47. mál, kynbætur hesta

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Landbúnaðarnefnd, sem falið var þetta mál, hefir rætt það á fundum sínum og leggur það til, að frv. verði samþykt óbreytt. Frv. sjálft, um kynbætur hesta, er á þgskj. 100 og nál. á þgskj. 242, og þar sem jeg geri ráð fyrir, að sjerhver þm. hafi kynt sjer hvorttveggja, þá sje jeg ekki ástæðu til að eyða fleiri orðum um málið. Menn munu hvort eð er hafa ákveðið með sjálfum sjer, hvernig þeir ætla að greiða atkv. Það ræður kylfa kasti um, hvernig fer fyrir frv. við atkvgr.