10.06.1918
Neðri deild: 45. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (661)

93. mál, bráðabirgða útflutningsgjald

Einar Arnórsson:

Jeg hefi skilið þetta atriði, sem háttv. þm. N. Þ. (B. Sv.) vakti máls á, svo, að það yrði að vera reglugerðaratriði, hvernig hjer yrði með farið. En það eru ekki nægilega ljósar heimildir í lögum til þess að samþykkja slíka reglugerð. Væri því betra að bæta því inn í, til skýringar, að tilhögun skattsins skuli vera reglugerðaratriði. Væri þá um leið þessi hnúturinn leystur, ef háttv. frsm. (M. G.) vildi koma með viðaukatillögu í þessa átt.