15.05.1918
Neðri deild: 23. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (719)

24. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Frsm. Magnús Guðmundsson):

Að eins örfá orð um brtt. allsherjarnefndar á þgskj. 102. Þær eru að eins 2 og báðar smávægilegar.

Fyrri brtt. er um það, að í stað „málsgreinar“ í upphafi 1. gr. komi: málsliðar. Þetta er að eins til samræmis við lög um sama efni frá f. á. og er rjettara mál.

Hin brtt. er um það að steypa saman 3. og 4. gr. frv. Nefndinni þótti þetta eiga betur við, einkum þar sem líklegt þykir, að fyr eða síðar verði öllum bæjarstjórnarlögunum steypt saman í eina heild, og þá fer betur á þessari breytingu. Lögin um bæjarstjórn á Akureyri eru nú .4, ef þetta frv. verður að lögum, sem sje lög nr. 65, 14. nóv. 1917, lög nr. 22, 8. okt. 1883, og lög nr. 43, 11. júlí 1911.