08.05.1918
Efri deild: 15. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

35. mál, bæjarstjórn Vestmannaeyja

Flm. (Karl Einarsson):

Um þetta mál ætla jeg ekki að þessu sinni að vera langorður. Um leið og jeg vísa til greinargerðarinnar við frv. skal jeg að eins benda á það, að framgangur þessa máls hefir engan aukinn kostnað í för með sjer fyrir landssjóð. Frv. er algerlega sniðið eftir lögum um bæjarstjórn á Ísafirði frá í fyrra. Jeg álít alveg óþarft að fara að lýsa Eyjunum nánar og landsháttum þar, því að jeg veit, að háttv. deildarmönnum eru þeir kunnir.

Jeg vona, að háttv. deild taki frv. vel, og vil jeg leyfa mjer að stinga upp á því, að því verði vísað til allsherjarnefndar, að þessari umr. lokinni.

Í frv. er villa í enda 5. greinar. Þar stendur: „sjá þó 20. gr.“, en á að vera „sjá þó 22. gr.