15.06.1918
Efri deild: 45. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 745 í B-deild Alþingistíðinda. (758)

75. mál, heimild til ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vil að eins leyfa mjer að gera athugasemd við orðalagið á brtt. á þgskj. 359.

Í brtt. eru þrisvar nefnd lög nr. 5, 1. febr. 1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum. Þetta er gert í 1. gr., 2. gr. og fyrirsögninni. Mjer finst, að það færi betur á, að í 2. gr. stæði „2. gr. sömu laga“, í stað „2. gr. laga nr. 5, 1. febr. 1917“, eins og nú stendur þar, og vil jeg beina því til forseta, hvort eigi megi líta svo á, sem það megi álítast sem „redaktionelt“ atriði, ef 1. gr. verður samþykt. Eins hefði mjer þótt fara betur á því, að líkt orðalag hefði verið í 1. gr., en lagaupptekningin sjálf að eins í fyrirsögninni. En annars lít jeg svo á, sem betur hefði farið á að fella lögin í eina heild en hafa þau í mörgum smábútum.