08.07.1918
Efri deild: 60. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (821)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg verð að halda fast við brtt. á þgskj. 464. Jeg fæ ekki betur sjeð en að þ að yrði afarmikil byrði fyrir landssjóð, ef frvgr. yrði samþykt óbreytt. Brtt. hv. þm. Ísaf. (M T.) dregur úr greininni, en samkvæmt brtt. þyrfti þó að greiða 2 miljónir kr. í október; en nú er alveg óvíst, að þá verði nokkrir peningar komnir inn. Einkum virðist ekki ástæða til þess, að ganga mjög nærri landssjóði um greiðsluna, þar sem ekki ber sjerlega nauðsyn til þess vegna útgerðarmannanna sjálfra. Þeir geta notað bankana, þar sem þeir eiga vísa peninga fyrir tiltekinn dag, því að með því skapast lánstraustið Jeg er ekki sjerlega kunnugur síldveiðunum, en jeg held, að útgerðarmenn geti vel staðist að fá ekki borgaða síldina fyr en komið er fram á vetur. En vitanlega verður þeim borgað áður en sænsku peningarnir koma.