08.07.1918
Efri deild: 60. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 831 í B-deild Alþingistíðinda. (825)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Fjármálaráðherra (S. E); Það er vegna breyttra kringumstæðna, sem jeg hefi tekið fyrri brtt. mína aftur. Síðari till. um gjaldfrestinn kann í fljótu bragði að virðast aukaatriði, eins og háttv. þm. Ak. (M. K ) vildi halda fram, en jeg vil biðja menn að taka vel eftir því, að hún er engan veginn smávægileg. Eins og háttv. þm. Ak. (M. K.) mintist á, þurfa síldarútgerðarmenn að borga fólki sínu. Þeir þurfa því peninga frá landssjóði En hvaðan á að taka þessa peninga, ef andvirði síldarinnar verður ekki komið frá útlöndum? Landssjóður getur áreiðanlega ekki útvegað tvær milj. kr. í þessum tilgangi, þó að um stuttan tíma sje. Þetta er mjög þýðingarmikið atriði. Það er ekki tilætlunin, að landssjóður eigi að vera banki fyrir alt landið.