15.07.1918
Efri deild: 66. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í B-deild Alþingistíðinda. (869)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Fjármálaráðherra (S. E.):

Eins og háttv. þm. er kunnugt, þá hefi jeg lagt mikla áherslu á, að allir borgunarfrestir á síldinni væru hafðir nógu langir, og jeg lagði svo mikla áherslu á þetta, að jeg greiddi atkv. á móti frv. hjer í háttv. deild, vegna þess að brtt. frá mjer um þetta var feld. Nú hefir háttv. Nd. gert þá breytingu á frv., sem jeg óskaði um þetta, og nefndin í þessari háttv. deild eða flm. frv. hafa ekki borið fram neina brtt. um þetta atriði, svo að við því verður ekki haggað. Jeg get því af þessu, og með skírskotun til upplýsinga þeirra, er jeg gaf á einkafundi hjer í deildinni fyrir nokkrum dögum, greitt atkv. með frv.