12.06.1918
Efri deild: 42. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í B-deild Alþingistíðinda. (87)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Fjármálarádherra (S. E.):

Jeg vona, að hv. 4. landsk. þm. (G. G.) skilji, að stjórnin hlýtur að vera á móti síðustu till. nefndarinnar, eins og hinum fyrri, af þeirri ástæðu, að þar er bæði gert ráð fyrir styrk og láni. Það hefir verið stefna stjórnarinnar í þessu máli, að veittur sje takmarkaður styrkur, en engin lán, hvort sem eru takmörkuð eða ótakmörkuð.

Um vitsmuni mína ætla jeg ekki að fara að deila við þingmanninn (G. G.).