14.06.1918
Efri deild: 44. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í B-deild Alþingistíðinda. (91)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg vil að eins benda á ósamræmið, sem er í brtt. á þgsk. 347, staflið a. Ef sú brtt. yrði samþykt, þá liti út eins og bæjarstjórnir heyrðu undir sýslunefndir, en eins og allir vita, þurfa bæjarstjórnir ekki að leita til sýslunefnda um samþykki á lántökum, heldur til stjórnarráðsins. Það er því vafasamt, hvort flutnm. (S. F.) á að halda þessari brtt. fram. Rjettast væri af honum að taka hana aftur. Um staflið b skal jeg ekki ræða, því að það er þegar búið að tala svo margt um lánin.