26.04.1918
Neðri deild: 10. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 933 í B-deild Alþingistíðinda. (928)

10. mál, sala Ólafsvallatorfunnar

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Jeg skal ekki að þessu sinni tefja tímann eða lengja þingtíðindin með langri framsögu. Jeg geri hvort eð er ráð fyrir, að þingmenn sjeu nú þegar ráðnir um atkvæði sín í þessu máli. Jeg fyrir mitt leyti tel það ekkert vafamál, hvernig þau eigi að falla.

Um ástæðurnar fyrir þessari till. hefi jeg áður getið í framsöguræðu minni, og svo eru þær tilfærðar í nál. landbúnaðarnefndarinnar í þessu máli, og læt jeg mjer því að þessu sinni nægja að vísa til þeirra á þgskj. 22.

Skal jeg svo ekki fjölyrða meir um málið.